Kaffiboð2013

12. 03, 2013

kaffibod2013

Eflingarkaffi eldri félagsmanna

Mikil gleði í Gullhömrum

Þarna hittust margir vinir

-segir Sigurrós Kristinsdóttir

Það er einmitt það skemmtilega við þessa árlegu stund okkar að hér hittast sannarlega margir vinir, sagði Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður við félagsmenn Eflingar í árlegu kaffisamstæti á sunnudaginn var. Þetta er árstími sem við á Eflingu hlökkum alltaf til þegar við förum að afgreiða miðana á kaffi eldri félagsmanna.  Við höfum verið afskaplega ánægð með alla aðstöðu hér í Gullhömrum og það er alltaf mikil gleði að halda árlega hátíð okkar hér í þessum flottu veislusölum í Grafarholtinu, sagði hún. 

Hið árlega kaffisamsæti eldri félagmanna Eflingar var haldið í Gullhömrum  í Grafarholti sunnudaginn 10.mars sl. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð og frábæra þjónust við þá fjölmörgu félagsmenn Eflingar sem mættu á staðinn.

Helgi Björnsson tók lagið við góðar undirtektir og síðan var slegið upp balli þar sem Þorgils Björgvinsson og Níels Ragnarsson spiluðu fyrir dansi.

Hátt í átta hundruð félagsmenn mættu og áttu góða stund saman.