1. maí 2013

30. 04, 2013

1mai2007b_edited-1

1. maí í Reykjavík

Baráttufundur á Ingólfstorgi

Baráttufundur verður haldinn á Ingólfstorgi miðvikudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Kynnir verður Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR og ræðumenn verða þau VR og RSÍ formaður frá ASÍ en ræðumaður frá BSRB verður.

Safnast verður saman neðan við Hlemm á Laugavegi á horni Snorrabrautar um kl. 13.00 en gangan leggur af stað kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni og einnig á Austurvelli. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Ræðumenn flytja örræður meðan á göngunni stendur. Á Ingólfstorgi verður haldinn baráttufundur. Fundurinn hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð frá SFR og Kvennakór Reykjavíkur, Jónas Sig. ásamt blásurum og og Barnakór Kársnesskóla  flytja nokkur lög milli atriða á dagskránni. Aðalræðumenn verða nýkjörinn formaður VR, Ólafía Björk Rafnsdóttir og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Kolbrún Vökudóttir syngur á táknmáli með flytjendum tónlistar en ræður verða einnig túlkaðar á táknmáli.

Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um 15.00 en þá er að drífa sig í Valsheimilið.

Efling býður í kaffi í Valsheimilinu

Að loknum hátíðarhöldunum býður Efling-stéttarfélag upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda -Vodafone höllinni. Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvar Valsheimilið er skal tekið fram að ekið er í áttina að Hótel Loftleiðum og beygt til hægri eftir vegaskilti sem sýnir Valsheimilið.

Fjölmennum í gönguna og tökum þátt í hátíðarhöldunum að öðru leyti. Njótum þess að fá okkur kaffi hjá Eflingu í Valsheimilinu að Hlíðarenda að hátíðarhöldunum loknum. Munum að þetta er dagur launafólks.