Barnatónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

22. 04, 2013

1mai_01

Barnatónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

Komdu og hlustaðu

Lúðrasveit verkalýðsins hefur í áraraðir haldið barnatónleika í Reykjavík. Í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar verða skemmtilegir barnatónleikar í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl kl. 18 þar sem sérstakir gestir verða Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þar spila um 60 krakkar. Leikin verða lög úr Mary Poppins og Dýrunum í Hálsaskógi, Ryksugulagið og önnur frábær barnatónlist. Komdu og hlustaðu á yfir 100 hljóðfæraleikara á aldrinum 9-59 ára spila tónlist fyrir börn og barnabörn og hreint út sagt alla!  Engin aðgangseyrir