Efling í bleiku

16. 10, 2013

allir_i_bleiku

Sýnum samstöðu

Efling í bleiku

Starfsfólk Eflingar lét ekki sitt eftir liggja á bleika deginum 11. okt. sl.  og fjölmenntu í bleiku. Á bleika deginum voru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu og klæðast bleiku til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Efling stéttarfélag hefur síðast liðin ár lagt sitt af mörkum og styrkt Krabbameinsfélagið með kaupum á Bleiku slaufunni. Félagsmönnum Eflingar stendur einnig til boða styrkur vegna grunnskoðunar hjá Krabbameinsfélaginu og hvetur félagið alla til að nýta sér það.