Trúnaðarmannanámskeið I

trun1

Trúnaðarmannanámskeið I

Farið yfir hlutverk trúnaðarmanns

Vikuna 23. – 27. september var haldið trúnaðarmannanámskeið I í húsnæði Eflingar. Á námskeiðinu var farið yfir starf, hlutverk og stöðu trúnaðarmanns samkvæmt lögum og kjarasamningum. Einnig var farið yfir lög, reglugerðir og kjarasamninga sem og samskipti á vinnustað. Almenn ánægja var með námskeiðið og voru þátttakendur spenntir að takast á við starf trúnaðarmanns á sínum vinnustað að námskeiði loknu.