Select Page

leikskolalidar_a

Kjaramál

Borgin dregur hækkanir til baka

Efling hvetur fjármálaráðherra og sveitarfélög að fylgja fordæminu

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að draga gjaldskrárhækkanir til baka og skapa þar með gott fordæmi í aðdraganda komandi kjarasamninga. Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var lögð fram var ljóst að í henni voru fólgnar verulegar hækkanir álaga á borgarbúa. Þetta er jákvætt framlag til undirbúnings kjarasamninganna, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar.

Stéttarfélögin í Reykjavík áttu fund með forsvarsmönnum borgarinnar á dögunum þar sem þessum hækkunum var harðlega mótmælt og vísað til þess að verið væri að setja kjarasamninga á almennum markaði í uppnám. Borgin brást hratt og vel við og dró þessar hækkanir til baka og á Reykjavíkurborg hrós skilið fyrir þessa ákvörðun, segir Sigurður.
Efling – stéttarfélag hvetur fjármálaráðherra  að draga boðaðar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu til baka og með sama hætti skorar félagið á sveitarfélögin í landinu að feta í sömu spor. Slíkar ákvarðanir væru mikilvægt innlegg í komandi kjarasamninga og gott skref við að ná niður verðbólgu og skapa stöðugleika, segir hann.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere