Dagsbrúnarfyrirlestur 2013

19. 11, 2013

dagsbrunarfyrirlestur_2013

Fyrirlesturinn mun fjalla um efni bókarinnar Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur: einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Sagan sem sögð er í þessari bók byggist  meðal annars á sjálfsævisögubroti sem varðveist hefur og ber titilinn Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur. Guðrún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu. Í bókinni er fjallað um líf þessar merkilegu alþýðukonu og hvernig hún náði, þrátt fyrir afar þrönga stéttarstöðu sína, að hasla sér völl í erfiðu árferði móðuharðindanna. Döpur endalok ævi hennar draga fram hið harmsögulega í lífi þúsunda Íslendinga á þessum tíma.
Þar sem lítið er til af heimildum um alþýðukonur frá 18. og 19. öld þá er þessi saga mjög þarft innlegg í umræður um konur fyrr á tímum.

Léttar veitingar verða á Bókasafni Dagsbrúnar eftir fyrirlesturinn og mun höfundur árita bókina sem verður til sölu á staðnum á 3200kr.
Athugið að einungis er hægt að greiða með seðlum eða millifærslu.

Allir velkomnir!

Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.