Fjör í zumba

18. 11, 2013

ispol

Þróunarverkefnið ÍSPÓL

Fjör í Zumba

Það var mikið fjör í zumba í síðustu viku þegar nokkrir Eflingarfélagar sem taka nú þátt í þróunarverkefninu ÍSPÓL hristu sig í takt við skemmtilega tónlist og tóku vel á því. ÍSPÓL skiptist í nám auk starfsþjálfunar á vinnustað og er samstarfsverkefni Mímis símenntunar og Eflingar stéttarfélags. Tilgangurinn er að styrkja pólska atvinnuleitendur sem eru farnir að tala svolitla íslensku en þurfa meiri þjálfun til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námið er 172 kennslustundir og er þátttakendum að kostnaðarlausu.