Engar launahækkanir á almennum markaði

byggingarvinna

Engar launahækkanir á almennum markaði

Þær launahækkanir sem áttu að koma til útborgunar 1. febrúar á almennum markaði skv. kjarasamningi sem var undirritaður 21. des sl. koma ekki til framkvæmda þar sem samningurinn var felldur af félagsmönnum.

Kjarasamningur Flóabandalagsins (Efling, Hlíf og VSFK) er hjá sáttasemjara og gert er ráð fyrir að hann boði til fundar í vikunni til að fara yfir stöðuna.

Kjarasamningar við ríkið, Reykjavíkurborg og hjúkrunarheimili voru lausir 1. febrúar og kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga eru lausir frá 1. maí n.k.