Þrautseigja og Þor – Nokkur sæti laus

11. 02, 2014

thrautseigja_og_thor

Námskeiðið hefst 19. febrúar – Nokkur sæti laus

Þrautseigja og þor

Tekist á við erfið samskipti á vinnustað

Að leita aðstoðar er merki um styrk – segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf

Flest upplifum við einhvern tímann erfiðleika í samskiptum en í einstaka tilvikum ganga hlutirnir of langt og geta valdið miklum vanda, einelti eða jafnvel kynferðislegri áreitni. Hver sem er getur lent í því að upplifa erfiðleika í samskiptum á vinnustað og þess vegna er mikilvægt að líta ekki á það sem veikleikamerki heldur þvert á móti merki um styrk að leita sér stuðnings og reyna að bæta ástandið, segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf. sem skipuleggur og leiðbeinir á námskeiði Eflingar, Þrautseigja og þor – vegna erfiðra samskiptaá vinnustað nú í haust.

Námskeiðið er ætlað fyrir félagsmenn sem upplifa eða hafa átt í erfiðum eða eyðileggjandi samskiptum á vinnustað. Markmiðið er að efla þrautseigju og koma í veg fyrir langvinna vanlíðan hjá þolendum erfiðra samskipta á vinnustað. 

Hvert námskeið er fjögur kvöld, kl. 19.30 – 21.30 og verður haldið miðvikudagana 19. feb., 26. feb., 5. mars og 12. mars í húsnæði Eflingar, Sætúni 1, 4. hæð.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.