Eflingarkaffi eldri félagsmanna

10. 03, 2014

kaffibod_eldri_felagsmanna

Eflingarkaffi eldri félagsmanna

Gleðin ríkti í Gullhömrum

Gleðin ríkti í Gullhömrum sunnudaginn 9. mars s.l. þegar rúmlega 600 eldri Eflingarfélagar og gestir þeirra mættu í hið árlega kaffisamsæti Eflingar. Eins og jafnan áður voru fagnaðarfundir með gömlum vinum og vinnufélögum. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð og var þjónusta hússins til fyrirmyndar.  

Sigríður Klingenberg fór með gamanmál og Bjarni Arason söng nokkur lög. Hljómsveit Ara Jónssonar spilaði fyrir dansi og skelltu fjölmargir sér á dansgólfið.