Lúðrasveit verkalýðsins

ludrasvet-hopm

Lúðrasveit verkalýðsins með perlur kvikmyndatónlistar

Býður á tónleika á laugardaginn

Lúðrasveit verkalýðsins og Efling hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin og sveitin spilað bæði á 1. maí og við fjölda annarra viðburða í félaginu. Nú blæs sveitin til tónleika laugardaginn 8. mars og býður félagsmönnum Eflingar á skemmtunina. Þar verða kynntar nokkrar perlur kvikmyndatónlistar.  

Það hefur lengi verið mjög gott samstarf milli Lúðrasveitar verkalýðsins og Eflingar og sveitin notið velvildar félagsins við að halda uppi góðu tónlistarstarfi en það hefur einnig verið hluti af starfi sveitarinnar að mæta og spila við ýmsar uppákomur og mannfagnaði í félaginu. Þannig hefur sveitin mætt og spilað á baráttudeginum 1. maí og við fjölda annarra tækifæra.
Lúðrasveit verkalýðsins heldur upp á 61 árs afmæli sitt um þessar mundir og spilar ýmsar perlur kvikmyndatónlistar undir dyggri stjórn Kára Húnfjörð á laugardaginn kemur.
Tónleikarnir verða í Seltjarnarneskirkju á afmælisdaginn sjálfan, laugardaginn 8.mars kl. 14.00. Félagsmönnum Eflingar er boðið á tónleikana.