Skyndihjálp

11. 04, 2014

skyndihjalp

Skyndihjálp

Minna blásið nú en áður

segir Helgi Rögnvaldsson, starfsmaður á vélaverkstæði Samskipa

Þetta er í þriðja sinn sem Helgi Rögnvaldsson fer á skyndihjálparnámskeið en síðast fór hann fyrir átta árum. Það var þess virði að rifja þetta upp, það er margt sem gleymist, segir hann. Aðspurður hvort að breyting hafi orðið á skyndihjálparkennslunni milli námskeiða segir hann svo vera. Það er minna blásið nú en áður, það hefur breyst dálítið. Kennslan um sykursýki var einnig öðruvísi en ég er vanur. Sumt kom mér á óvart eins og munurinn á sykursýki 1 og 2 og hættunum sem þeim fylgja.

Helgi var mjög sáttur við námskeiðið og sagðist ekki sjá eftir því að hafa farið. Það rifjaðist margt upp fyrir mér. Ég hef lent í óhöppum sjálfur eins og hjartaáfalli og stíflaðri æð upp í heila og kannaðist því líka við margt sem kennarinn sagði. Hópurinn var mjög góður og kennarinn fær.