Hvað breyttist með nýjum kjarasamningum?

11. 05, 2014

nyir_samningar

Hvað breyttist með nýjum kjarasamningum?

Almenni markaðurinn

Laun hækka frá og með 1. febrúar og sérstök eingreiðsla kemur fyrir janúar kr. 14.600 miðað við fullt starf. Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um 4,2 % – 5 % í launum, sjá nýja launatöflu hér, en aðrir sem ekki taka  mið af launatöflu eiga að hækka um 2,8 % þó að lágmarki um 8.000 kr. Aðrir kjaratengdir liðir eiga að hækka um 2,8 %.  Orlofsuppbót 2014 hækkar í 39.500 kr. og desemberuppbót 2014 hækkar í 73.600 kr.Tekjutrygging fyrir árið 2014 hækkar í  214.000 kr.Þetta er aðfarasamningur sem gildir til 28. febrúar 2015 og fram að 1. apríl gefst félagsmönnum, stéttarfélögum og fyrirtækjum kostur á að leggja fram kröfur í sérkjarasamningum, fyrirtækjasamningum sem og öðrum samningum fyrir næsta samning.Atvinnurekendur athugið: um næstu mánaðamót þarf að greiða eingreiðslu fyrir janúar, leiðrétta febrúar laun sbr. hækkun ásamt því að hækka laun fyrir mars. Einnig þarf að hækka framlagið til fræðslu- og starfsmenntasjóðs í 0,3 % og leiðrétta það líka fyrir febrúarmánuð.Önnur ákvæði: Tímamæld ákvæðisvinna í ræstinguEldra fyrirkomulag í tímamældri ákvæðisvinnu í ræstingu fellur úr gildi 1. febrúar 2014 og ekki verður hægt að notast við það lengur. Því gildir nýtt greiðslufyrirkomulag í tímamældri ákvæðisvinnu við ræstingar en áfram verður hægt að greiða skv.tímavinnu og vaktavinnu. Nánar um mismunandi fyrirkomulag í ræstingum má sjá hér. Bakvaktagreiðslur í samningi hótel og veitingahúsaSamið var um greiðslur fyrir bakvaktir starfsmanna sem vinna skv. kjarasamningi veitinga- og gistihúsa og við hliðstæða starfsemi.Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólkÍ gr. 18.4. um kauptryggingu fiskvinnslufólks var bætt inn ákvæði sem styrkir enn frekar réttindi fiskvinnslufólks vegna námskeiða.Vinnufatnaður hjá byggingastarfsmönnumÍ gr. 15.9.1. um vinnufatnað byggingastarfsmanna kom inn skýrara ákvæði sem snýr að rétti byggingastarfsmanna til vinnufatnaðar.Framlög til fræðslu- og starfsmennasjóða1. febrúar 2014 mun framlag til Starfsafls starfsmenntasjóðs hækka um 0,1 % og verður heildarframlag 0,3 %.Réttur til skaðabóta vegna ráðningasamningaNýtt ákvæði kom inn í kafla kjarasamnings um ráðningasamninga sem varðar skaðabótaskyldu atvinnurekanda.Veikindi og slys í orlofiGr. 4.2. um veikinda í orlofi var uppfærð þar sem réttindi gagnvart veikindum og slysum erlendis voru samræmd þeim réttindum sem gilda gagnvart veikindum og slysum innanlands.

Reykjavíkurborg

Laun hækka frá og með 1. febrúar og sérstök eingreiðsla kemur fyrir janúar kr. 14.600 miðað við fullt starf. Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um 2,8 % – 4,9 % í launum, sjá nýja launatöflu hér. Aðrir kjaratengdir liðir eiga að hækka um 2,8 %.  Orlofsuppbót 2014 hækkar í 39.500 kr. og desemberuppbót 2014 hækkar í 79.500 kr.Tekjutrygging fyrir árið 2014 hækkar í  214.000 kr.Framlög til Fræðslusjóðs eiga að hækka um 0,1 % þann 1. júní 2014.Þetta er aðfarasamningur sem gildir til 30. apríl 2015 og fram að 15. júní n.k. gefst félagsmönnum og stéttarfélögum kostur á að fara í gegnum sérmál á sínum vettvangi og leggja fram kröfur fyrir nýjan samning.Enn á eftir að ganga frá nokkrum kjarasamningum, þ.m.t. ríki og hjúkrunarheimili.