Lausar vikur í orlofshúsum – fyrstur kemur

11. 05, 2014

Föstudaginn 19. maí

Lausar vikur í orlofshúsum – fyrstur kemur

8. maí liggur fyrir endurúthlutun orlofshúsa en greiðslufrestur hjá þeim sem fá úthlutað er til og með 15. maí.

Eftir að aðalúthlutun hefur farið fram og greiðslufrestur er liðinn þá liggur frammi á skrifstofu Eflingar – stéttarfélags listi yfir allar lausar vikur sumarið 2006.  Félagsmenn geta komið á skrifstofuna föstudaginn 19. maí og bókað þær vikur sem eru lausar.  Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu Eflingar www.efling.is hvort eitthvað losni í sumar en uppfært er daglega.   Greiðslufrestur er þrír dagar frá bókun orlofshúss.   Punktar eru dregnir frá að fullu yfir orlofstímabilið þó viðkomandi bóki orlofshús með stuttum fyrirvara.