Okkar krafa snýst um leiðréttingu launa

Krafa um leiðréttingu launa

Okkar krafa snýst um leiðréttingu launa

– segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar

Það liggur fyrir að niðurstaða kjarasamninga síðastliðins vetrar var sú að launahækkanir hópa urðu með mjög mismunandi hætti. Við upphaf samningalotunnar var mikil umræða um að breyta þyrfti fyrirkomulagi kjarasamninga bæði um vinnulag og hvernig ávinningurinn af kjarasamningum skyldi rúmast innan stöðugleika. Þá strax í upphafi samninga var því lýst yfir að almennt launafólk myndi ekki sætta sig við lágar launabreytingar til þess að skapa stöðugleika ef samið yrði við aðra launahópa um meiri svo ekki sé talað um umtalsvert meiri launahækkanir. Hér reyndi á að bæði ríki, sveitarfélög og ekki síst ríkisvaldið kæmi að lausn þessara kjarasamninga. Þá lá fyrir að sérstaklega yrði fylgst með Samtökum atvinnulífsins þegar að kæmi að gerð kjarasamninga við aðra aðila s.s. stóriðjuna. Það liggur núna fyrir að Samtök atvinnulífsins, ríkisvaldið og sveitarfélögin töldu sig geta samið við ýmsa hópa um launabreytingar sem fólki á almennum vinnumarkaði stóð ekki til boða. Ég tel að kjarasamningarnir í vetur verði að hafa það sem byrjunarreit að við sækjum þær leiðréttingar, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Ljóst er að þau áform sem fram voru sett um lága verðbólgu hafa haldið. Lág verðbólga er forsenda þess að hér sé hægt að byggja upp kaupmátt. Þau markmið náðust en ljóst er að sumir hópar sem sömdu eftir almennu kjarasamningana, fengu meiri kaupmáttarauka í sinn hlut. Það er óásættanlegt. Dæmi um þetta eru stjórnendur sem njóta ávinnings af lágri verðbólgu en fá síðan ávinninginn tvöfaldan í formi meiri kaupmáttarauka og meiri launabreytinga en almennt gerðist.Því miður er það svo að jafnvel stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga mikið undir stöðugleika í samfélaginu, hafa skammtað sér meiri kaupmáttarauka. Þar að auki erum við alltaf með hóp fólks sem gefur lítið fyrir tal um stöðugleika en nýtur ávinningsins af stöðugu verðlagi eins og við hin.Aðgerðir ríkistjórnar til þess að auðvelda gerð kjarasamninga komu sérstaklega til góða fyrir fólk með millitekjur og háar tekjur. Stjórn-völdum var í lófa lagið að láta skattalækkanir ná til allra, líka lágtekjufólks en þau ákváðu að gera það ekki. Skattalækkanir náðu ekki til þeirra sem voru með tekjur fyrir neðan 255 þúsund krónur. Kröfum um að verja ákveðnum fjárhæðum til þess að lækka komugjöldum á heilsugæslustöðvum var hafnað. Þess í stað varði ríkistjórnin 400 miljónum króna til lækkunar á bensíngjaldi, áfengi og tóbaki. Staðan er þessi í dag í aðdraganda kjarasamninga.Krafa um leiðréttingu er skýr þar sem við teljum að okkar fólk hafi dregist aftur úr. Leiðréttingin er undanfari almennra launahækkana.Ljóst er að það þrengir verulega að lægri launuðu hópunum eins og þróun mála hafa verið á undangegnum mánuðum. Afleiðingar kreppunnar eru hvergi liðnar hjá. Enn glímir fjöldi fólks við það erfiða verkefni að halda eigum sínum þrátt fyrir að hafa fengið einhverja niðurfellingu á lánum á undagengnum árum.Útdeiling á 80 milljörðum króna til skuldalækkunar mun koma þessu fólki að takmörkuðu gagni þar sem fyrri leiðréttingar munu  koma til frádráttar hugsanlegri viðbótarleiðréttingu. Stór hluti félagsmanna Eflingar – stéttarfélags eru á leigumarkaði og samkvæmt fréttum undanfarið hafa stórfelldar hækkanir á leigu gert fjölmörgum einstaklingum erfitt fyrir að verða sér út um mannsæmandi húsnæði, ekki síst þar sem í mörgum tilvikum verða leigutakar að leggja fram ábyrgðargreiðslur.Fjöldi einstaklinga sem í dag eru með háar leigugreiðslur hafa viljað losa sig undan þessu leiguokri með því að gera tilboð í kaup á  íbúðarhúsnæði  en hefur verið hafnað þar sem það hefur ekki staðist greiðslumat bankanna. Hér hefur ekki dugað til þó að einstaklingarnir hafi haft góðar tekjur og um lækkun hafi verið að ræða frá leiguverði íbúðar yfir til afborgunar á eigin íbúð. Eftir hrunið hafa bankarnir tekið upp alltof stífar reglur sem einkennast af því að áhætta af húsnæðismálum sé nánast þurrkuð út.Ljóst er að lausnir á húsnæðisvanda fólks er orðin eitt af stóru málum samtímans. Fjöldi venjulegs launafólks hefur hvorki efni á að leigja eða kaupa húseignir.Húsnæðismálin verða því hluti af af kjaraumræðu sem fram fer í vetur, segir formaður Eflingar að lokum.