Bleikir starfsmenn sýna samstöðu

17. 10, 2014
Það voru bleikir starfsmenn sem mættu félagsmönnum Eflingar á skrifstofu Eflingar á Bleika deginum. Sumir tóku bleika dressið alla leið á meðan aðrir létu sér nægja að næla einhverju bleiku í sig en aðalmálið var að hafa gaman af og sýna um leið samstöðu og vekja athygli á Bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.