W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna

21. 10, 2014

 Jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna

Markmið W.OM.E.N. in Iceland er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins og eru Samtökin opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, segir Anna Katarzyna (Ania) Wozniczka, formaður. Þrátt fyrir að Samtökin séu kvennasamtök, segir Ania að málefni barna og karla séu ekki síður mikilvæg í þeirra augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og kvenna og einnig með umsagnaskrifum um lagafrumvörp.Jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna. Mismunun getur verið af ýmsum toga og gegn henni verður alltaf að berjast.W.O.M.E.N in Iceland eða Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október árið 2003 með þann tilgang að sameina konur sem sest hafa að á Íslandi og ljá hagsmuna- og áhugamálum þeirra rödd. Ania Wozniczka er nýlega tekin við sem formaður samtakanna og fengum við hana til að segja okkur aðeins frá samtökunum og starfsemi þeirra.Vilja sjá menntunina metna og að erlent starfsfólk verði metið á sömu forsendumVið hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Eitt af því sem stjórn Samtakana vill sjá er að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að erlendum konum sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóti sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum. Það sem þarf sérstaklega að huga að er að fólk viti um réttindi sín, fái menntun sína viðurkennda og ekki síst að það fái laun og öðlist réttindi í samræmi við menntun, reynslu og árangur á sömu forsendum og samstarfsfólkið sitt. Erlendir starfsmenn geta líka verið félagslega einangraðir, sérstaklega ef þeir tala ekki íslensku og það er afar mikilvægt fyrir atvinnurekendur að hvetja fólk til að nota íslensku í starfi og styðja við starfsmenn sem vilja læra íslensku á námskeiðum innan eða utan vinnustaðarins.Nóg af opnum viðburðumÞað er mikið um að vera hjá Samtökunum, alltaf nóg af verkefnum og geta konur tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum. Í gegnum árin Það er mikið um að vera hjá Samtökunum, alltaf nóg af verkefnum og geta konur tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum. Samtökin koma m.a. að Söguhring kvenna, Þjóðlegt eldhús og Jafningjaráðgjöf. Jafningaráðgjöfin er þægilegur vettvangur fyrir konur sem þurfa ráð í ýmsum málum, allt frá hvernig á að sækja um ríkisborgararétt og upp í erfiðari mál. Þessi þjónusta er á skrifstofu Samtakana við Túngötu 14 í Reykjavík, einu sinni í viku frá september til júní, alltaf á íslensku og ensku og einnig á öðrum tungumálum (auglýst með fyrirvara).Hægt er að skrá sig á póstlistann á heimasíðu samtakanna: http://www.womeniniceland.is/ og/eða í fésbókar grúbbuna: https://www.facebook.com/groups/womeniniceland/

Women Of Multicultural Ethnicity Network – W.O.M.E.N. in Iceland

W.O.M.E.N. in Iceland was founded on October 24, 2003. The goal of  the association is to unite, express and address the interests and issues of women of foreign origin living in Iceland in order to bring about equality for them as women and as foreigners in all areas of the society.

W.O.M.E.N. in Iceland is open to all women of foreign origin who live in Iceland. Our homepage and Facebook page are available in Icelandic and English and contain information about us, issues we are working on and various projects we are engaged in. Also, we use our Facebook space to publish news and announcements about events related to immigrants, women and family issues.

We encourage you to register to our newsletter through our homepage: http://www.womeniniceland.is/ and join our Facebook group: https://www.facebook.com/groups/womeniniceland/