Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld

Um áramót tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld og ættu neytendur nú þegar að merkja það í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. ASÍ hefur sett upp reiknivél á heimasíðu sinni til að reikna út áætlaðar breytingar á vöruverði vegna breytinganna á virðisaukaskatti og afnámi vörugjalda.

Breytingarnar felast annars vegar í breytingum á virðisaukaskatti sem ætti nú þegar að hafa haft áhrif á verðlag á vörum og þjónustu og hins vegar afnám almennra vörugjalda sem á að skila sér á næstu vikum.

Efling hvetur félagsmenn sína sem og alla að fylgjast vel með breytingum á verðlagi og sýna þannig söluaðilum aðhald svo tilætlaðar breytingar skili sér í vasa neytenda.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu ASÍ en reiknivélina má nálgast hér.