Reykleysisnámskeið hjá Krabbameinsfélaginu

20. 01, 2015

Krabbameinsfélag Reykjavíkur býður upp á reykleysisnámskeið í húnsnæði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. febrúar 2015 kl. 17-18 og stendur til 30. mars, alls sjö skipti. Hópurinn hittist aftur mánudaginn 1. júní. Félagsmenn Eflingar sem uppfylla skilyrði sjúkrasjóðs geta fengið kostnaðinn að fullu endurgreiddan að námskeiði loknu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.