Tryggðu þér ferðaafslátt hjá Icelandair – takmarkað magn í boði

12. 01, 2015

Byrjað er að selja gjafabréf hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð kr. 30.000.- við pöntun á þjónustu hjá þeim. Gjafabréfið kostar  kr. 20.000.- þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þetta. Um takmarkað magn er í boði fyrir árið 2015 eða 200 gjafabréf. Félagsmaður þarf að hafa greitt samfellt í 6 mánuði til að hafa áunnið sér rétt til kaupa á gjafabréfunum og eiga fyrir punktafrádragi sem eru 10 punktar.

Gildistími miðanna er tvö ár og ekki er hægt að skila þeim eftir að gengið hefur verið frá kaupum og ekki er hægt að nota þau  upp í skatta á Vildarpunktafargjöldum.

Hægt er að kaupa gjafabréfin á skrifstofu Eflingar, Sætúni 1 eða hafa samband í s. 510-7500.