Launakröfur Flóafélaganna lagðar fram

11. 02, 2015

Mikil samstaða var á fundi samninganefndar Flóafélaganna sem haldinn var í gær 10. febrúar þar sem kröfugerð um launaliðinn var samþykkt einróma.Á fundinum voru rifjaðar upp þær grundvallarforsendur sem lágu fyrir þeim kjarasamningum sem samþykktir voru síðast en það var áhersla á aukinn kaupmátt með hófstilltum launahækkunum allra samtaka launafólks.  Sú stefna var þverbrotin af samninganefndum ríkis og sveitarfélaga og því byggir kröfugerð Flóafélaganna á kröfu um leiðréttingu launa og jafnræði félagsmanna stéttarfélaga á vinnumarkaði.Kröfugerðin sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í dag má lesa hér. Kröfur Flóans afhentar SaÁ fundinum í dag þar sem kröfur Flóafélaganna voru lagðar fyrir SA.