20.000 kr. eingreiðsla frá hjúkrunarheimilum og Ríki 1. apríl

26. 03, 2015

Ertu að vinna á hjúkrunarheimili eða stofnun sem tekur mið af ríkissamningi ?

Þá áttu að fá 20.000 kr. eingreiðslu 1. apríl nk.

Þann 1. apríl 2015 greiðist eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.

Þeir sem vinna hjá Reykjavíkurborg eða hjá aðilum sem taka mið af þeim samningi fengu sams konar eingreiðslu þann 1. febrúar sl.