Áhrif skattbreytinga – vörukarfan hækkaði meira en tilefni er til

11. 03, 2015

Vörukarfan hækkaði meira en tilefni er til hjá 7 verslunum af 13Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 11 verslunum frá því í desember 2014 (viku 48) þar til í lok febrúar (vika 9). Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Víði, Kaupfélagi Skagfirðinga og 10/11. Á sama tímabili lækkar vörukarfan hjá Nettó. Í heildina er það mat verðlagseftirlitsins að  breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum gefi tilefni til hækkunar á verði matarkörfu meðalheimilis um u.þ.b. 1,5% en þegar innihald matarkörfunnar er skoðað nánar eru áhrifin á einstaka vöruflokka mjög misjöfn.Um áramótin var virðisaukaskattur á mat- og drykkjarvörur hækkaður úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld voru feld niður (s.k. sykurskattur) af sykri og sætum mat- og drykkjarvörum. Breytingin um áramótin gefur því að hámarki tilefni til 3,7% hækkunar á matvöru en áhrifin á verði þeirra matvara sem innhalda sykur eða sætuefni ráðast af því hversu mikinn sykur varan inniheldur. Almennt má því segja að þeim mun sætari sem varan er þeim mun þyngra vegur afnám vörugjaldanna í verðinu og þeim mun meira ætti varan að lækka í verði.Á þessu tímabili má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkanir og lækkanir t.d. hafa vöruflokkarnir; mjólkurvörur, ostar og egg; brauð og kornvörur almennt hækkað meira en skýrist af breytingum á vsk. og vörugjöldum í verslunum, þar sem mikið af þeim vörum í þessum vöruflokkum báru sykurskatt sem nú hefur verið afnumin. Í vöruflokknum sykur, súkkulaði, sælgæti og fl. eru aðeins 4 verslanir sem hafa skilað nánast fullum lækkunum en það eru Bónus, Krónan, Nettó og Kaskó. Drykkjarvöruflokkurinn ætti að lækka í öllum verslunum, en 4 verslanir hækka, en það eru Iceland, 10/11, Víðir og Kaupfélag Skagfirðinga.Lesa má meira á vef ASÍ