Með jákvæðni að leiðarljósi

17. 03, 2015

Guðni Karl Harðarson

Heldur úti Facebook síðunni jákvæðar hugsanir og vefsíðunni hvetjandi.netGuðni sigraðist á mótlæti og neikvæðninni í sjálfum sér og með jákvæðni að leiðarljósi heldur hann nú úti Face-book síðunni jákvæðar hugsanir og vefsíðunni hvetjandi.net. Hann hefur sterkar stjórnmálaskoðanir og bauð sig til stjórnlagaþings á sínum tíma og segir að það sé pláss fyrir alla. Honum finnst vanta umburðarlyndi í umræðuna á Íslandi og finnst mikilvægt að fólk temji sér jákvæðni. Blaðamaður Eflingar fékk að setjast niður með þessum forvitnilega manni og heyra hvernig þetta kom allt til.Umræðan of neikvæðEftir þjóðfundinn 2009 fór Guðni að hugsa nákvæmar um hvað jákvæðni skiptir miklu máli í lífinu og skrifa ýmsar greinar um málefnið. Það leiddi svo til að hann stofnaði Facebook hópinn jákvæðar hugsanir fyrir rúmum tveimur árum síðan. Öllum jákvæðum er boðið að vera með og tjá sig með þeim jákvæðum hugsunum sem því dettur í hug. Það hafa bæst í hópinn hinir og þessir, bæði þekktir og óþekktir. Guðni reynir eftir bestu getu að setja inn efni í hópinn og koma frá honum myndskreytt orð og stökur. Það er mikil virkni í hópnum og nær daglega er eitthvað jákvætt skrifað þar inn.Vefsíðuna stofnaði hann fyrir um einu og hálfu ári síðan og er hún hugsuð sem léttur og spennandi greina- og fréttavefur sem dregur fram það jákvæða og er hvetjandi fyrir fólk að taka með sér í gegnum lífið. Ég hef mikinn áhuga á svona málum og þegar mér fannst umræðan í þjóðfélaginu vera orðin svo rætin og neikvæð fannst mér tímabært að setja eitthvað jákvætt á móti út í samfélagið, segir hann aðspurður um tilurð Facebook hópsins og vefsíðunnar. Honum finnst líka að fólk verði að temja sér meira umburðarlyndi. Það vantar að fólk skipti sér af öðrum en rjúki ekki bara fram hjá ef eitthvað gerist. Að staldra við og aðstoða náungann.Að velja sér viðhorfÁstæðan fyrir því að lénið endar á .net en ekki .is er bæði vegna þess að það er ódýrara og svo passar það svo vel við, þetta er hvetjandi net, segir Guðni. Hann er afar ánægður með nafnið á síðunni enda eru nokkur atkvæði sem tengjast jákvæðni á fullkominn hátt HVE? – HVET – HVETJA – JA – ANDI Það er því ekkert nafn til sem hentar betur fyrir síðuna, segir hann.Jákvæðni getur verið valkvæð, ég segi við mig á morgnana að ég ætla að eiga góðan dag og hvet mig inn í daginn. Eitt lítið atriði eins og þetta getur skipt máli fyrir fólk sem er með depurð, segir Guðni en meðal efnis sem hann hefur skrifað sjálfur á vefsíðuna er neikvæðni og jákvæðni listinn þar sem þau eru borin saman. Jákvætt fólk á líka miklu léttara með að taka á áföllum í lífinu.Hvaða viðbrögð hefur hann fengið? Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð, ég man ekki eftir neinu neikvæðu, segir hann en hann segist fá 50–70 heimsóknir á síðuna á viku.Var eitt sinn neikvæðurÞað er ekki að sjá að maðurinn á bakvið þetta jákvæða og hvetjandi framtak hafi eitt sinn verið neikvæður og svo feiminn að hann átti erfitt með að lyfta upp símtóli til að hringja í fólk. En Guðni segir að svo hafi eitt sinn verið raunin. Ég var neikvæður og óframfærinn þegar ég var yngri og hef sjálfur upplifað vanlíðan og átt í ýmsum erfiðleikum. Ég veit því hvernig líðanin er. Það var ekki fyrr en hann var orðinn fullorðinn sem hann byrjaði að líta tilveruna bjartari augum.Það hefur gefið mér margt að hafa jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi og ég vil að aðrir fái að njóta þess sama.Þetta kemur líka til því ég átti sjálfur í erfiðleikum út af fötlun sem ég er með í fætinum. Ég þurfti ungur að fara í 3 aðgerðir á vinstra fæti vegna mænuveiki sem ég fékk eins og hálfs árs. Það hefur samt ekki hindrað hann í að vinna erfiðis störf út um allan bæ og segir hann að teygjusokkur og sérsmíðaðir skór hafi gert honum það kleift. Ég hef unnið við högg borun, einnig í handlangi hjá smiðum og múrurum, innistörf í Reykjavík og líka við fiskvinnslustörf út um allt land, stundum 12 til 15 tíma á dag. Ég varð fyrir þónokkru einelti í skóla og fram á unglingsárin. Ég var öðruvísi og ég átti það til að vera þreyttur og gat því illa haldið einbeitingu.Ætti eftir að verða til góðsHann reynir að horfa jákvæðum augum á tilveruna en fötlunin hefur gert það að verkum að hann hefur ekki alltaf getað sinnt sínum hugðarefnum. Þreytan og einbeitingarskorturinn hefur gert mér erfitt fyrir í skákinni, segir Guðni en hann hefur ánægju af því að tefla og spila bridds. Hann reynir samt að láta fötlun sína ekki stoppa sig og þegar hann var yngri gekk hann um allt og var í fótbolta. Ég gat vel haldið á boltanum út af skekkjunni á fætinum á mér.Guðni segir að trúin hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og í gegnum hana fái hann von. Þegar ég var fimm ára var ég heimsóttur, af því sem mér fannst þá sem barni vera engill. Mér var sagt að allir mínir erfiðleikar myndu lagast og lokaorðin voru að ég ætti eftir að verða til góðs fyrir fólk, kannski er það það sem ég er að gera núna.Áhugi á stjórnmálumGuðni hefur alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann bauð sig m.a. fram til stjórnlagaþings. Hann hefur líka tekið þátt í starfsemi stjórnmálaflokks eftir hrunið og meðfram því tekið þátt í starfi lýðræðisfélagsins Öldu. Ég fór að hafa afskipti af stjórnmálum því mér ofbauð það sem var að gerast í þjóðfélaginu, mér finnst stundum eins og fólk hafi lítinn skilning á þeim sem eru í lægri stéttum og það vanti að finna nýjar leiðir fyrir fólk með lægstu tekjunar.Ég er á móti því að hafa stjórnmálaflokka. Ég hef áhuga á að fullt þátttökulýðræði komist á með flokkum til að byrja með en smám saman detti þeir út. Hann hefur sett sínar hugmyndir í veigamikil skjöl sem bera  nafnið Okkar Ísland og Sjálfbærniþorpið sem snýst um mannlega sjálfbærni. Hann hefur kynnt þær fyrir stjórnmálamönnum og inni í viðræðuhópum.Að vera meðvitaður um sigEn verður þessi jákvæði maður aldrei neikvæður? Jú, jú alveg eitthvað en það er bara á allt annan máta en áður. Jákvæður maður getur alltaf hugsað um eitthvað neikvætt en gerir það miklu sjaldnar. En jákvætt fólk á miklu auðveldara með að takast á við öll áföll sem koma fyrir í lífinu. Það skiptir máli að vera meðvitaður um sig. Taka á öllu með bjartsýninni.Það er mikilvægt að takast á við lífið með því að sleppa því neikvæða og hugsa alltaf um vonina og bera virðingu fyrir öllum og bera traust til manneskjunnar, segir þessi jákvæði maður að lokum.