Slæmt ástand hvetur mann til dáða

23. 03, 2015

Hvað eru ungliðar í ASÍ að gera?Vantar ungliðhreyfingar innan verkalýðsfélaga– segir Ingólfur Björgvin Jónsson, stjórnarmaður ASÍ – UNG og starfsmaður Eflingar-stéttarfélags Við fylgjumst með því hvort verið sé að huga að hagsmunum ungs fólks eins og að impra á því að finna auðveldari leiðir fyrir unga fólkið að komast í húsnæði, sama hvort það vill leigja eða kaupa sér, segir Ingólfur. Húsnæðismálin hafi verið hvað heitust í umræðunni og vill ASÍ-UNG að viðmiðunarbætur fyrir húsaleigubætur verði hækkaðar. Eins komi alltaf upp umræða um vetrarfrí og skipulagsdaga í skólum á þingum ASÍ-UNG. Lágmarksorlofið sem er 24 dagar nær ekki lengur að dekka þessi frí. Ungt fólk ekki síður en eldra fólk er í vandræðum að brúa þetta bil, segir hann. Annað mál sem hefur einnig verið í umræðunni er fæðingarorlof þar sem fólk fær að hámarki 80 % af heildarlaunum þó að hámarki 370.000 kr. Þetta fyrirkomulag gagnast ekki ungu fólki sem er að vinna og enn síður karlmönnum eins og hefur komið í ljós undanfarið.Áheyrnarfulltrúar í nefndum innan ASÍEn hvernig getur ASÍ-UNG beitt sér fyrir þessum málefnum sínum? Stjórnarmenn eru með áheyrnarsæti í nefndum ASÍ og skiptum við okkur niður á þær, segir Ingólfur sem er sjálfur með áheyrnarsæti í Velferðarnefnd. Þar hefur maður smá vægi til að láta í sér heyra en við höfum engan atkvæðarétt.  Við erum svo heppin að þetta fólk sem er með okkur í nefndum er bara eins og við með svipaðar skoðanir.Aðspurður hvort að þessar nefndir hafi einhver áhrif segir hann að nefndirnar sjái um að koma tillögunum áfram. Eins og velferðarnefndin, sem ég sit í sem áheyrnarfulltrúi, hefur áhrif á stefnumótun ASÍ varðandi velferðarmál. Nefndin fær reglulega upplýsingar frá Velferðarvaktinni en hún var að skila af sér skýrslu til velferðarráðherra þar sem m.a. er farið inn á húsnæðismálin.Vantar unga fólkið í lið með sérSíðasta þing var haldið í september þar sem ný stjórn var kosin og síðan fórum við í að kynna ASÍ-UNG fyrir öðrum stéttarfélögum, segir Ingólfur þegar hann er spurður út í starfið síðustu mánuði. Við fórum til Verkvest á Vestfjörðum þar sem við héldum kynningu og reyndum að fá verkalýðsfélögin til að stofna sínar eigin ungliðahreyfingar. Það gekk rosalega vel og vel tekið á móti okkur, segir Ingólfur en aðspurður hvort einhver ungliðahreyfing hafi verið stofnuð í kjölfarið svarar hann neitandi.Af hverju heldur hann að það sé? Það er fátt ungt fólk í sumum félögum og þau stoppa stutt við, nema hjá iðnaðarmannafélögunum þar sem fólk hefur valið sinn starfsvettvang. Hann segir ætlunina hafa verið að fá aðildarfélög ASÍ til að stofna ungliðahreyfingar til að mynda ASÍ-UNG. Samtökin voru hugsuð sem regnhlífasamtök fyrir ungliðahreyfingar verkalýðsfélaga. Það er eins og það vanti metnaðinn, segir hann. Rafiðnaðarsambandið sé eina félagið sem er með ungliðahreyfingu RSÍ- UNG en það hafi verið ákveðin hefð fyrir ungliðastarfi út af nemafélögunum. Það hefur skort áhuga hjá ungu fólki á verkalýðsmálum, það leitar enginn í félagið nema það komi eitthvað upp á og þá kannski alltof seint.Í krafti fjöldansIngólfur segir að starfið innan ASÍ-UNG hafi  gefið honum betri innsýn og skilning á hvað það sé margt sem þurfi að laga. Ég er t.d. sjálfur í leiguhúsnæði og þarf að kaupa húsnæði og ég hef fengið meiri skilning á því af hverju ástandið er svona, segir hann.  Þetta opnar fyrir manni aðrar dyr og maður sér hversu slæmt ástandið er.Þegar hann er spurður að því hvort það hafi ekki latt hann að sjá hversu slæmt ástandið væri stendur ekki á svari. Nei, slæmt ástand í þessum mikilvæga málaflokki, hvetur mann bara til dáða. Það hefur bara aukið áhuga minn, segir hann. En trúir hann að þau geti breytt einhverju? Í krafti fjöldans, ef maður reynir ekki að breyta þessu sjálfur gerir það enginn fyrir mann. Maður verður að berjast fyrir sínum hagsmunum og það þýðir kannski að maður tekur fyrir mál sem snerta mann meira persónulega, eins og húsnæðismálin hjá mér.ASÍ-UNG eru samtök ungs launafólks innan ASÍ sem stofnuð voru vorið 2011. Helstu verkefni ASÍ-UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þeirra og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.