Ályktun stjórnar Eflingar-stéttarfélags um HB Granda

16. 04, 2015

Sú ákvörðun stjórnar HB Granda á síðasta aðalfundi að hækka stjórnarlaun fyrirtækisins um 33% kemur eins og blaut tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins og launafólk í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir þar sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið launafólki tíunda hluta þessa fjárhæðar í launahækkun. Ákvörðunin lýsir bæði taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni framleiðslu ár eftir ár. Þetta er óboðlegt.Efling-stéttarfélag fordæmir einnig ákvörðun stjórnar HB Granda fyrir þær arðgreiðslur sem fyrirtækið hefur ákveðið að færa eigendum sínum á síðasta aðalfundi fyrirtækisins. Í stað þess að fyrirtækið deili ávinningnum af uppbyggingu og arðsemi af rekstri með starfsmönnum sínum, hafa eigendur ákveðið að taka allan arðinn sem deilt er út í eigin vasa.Með þessari ákvörðun hefur stjórn HB Granda sett alla framvindu kjarasamningaviðræðna í uppnám.Efling-stéttarfélag krefst þess að stjórn HB Granda verði þegar í stað kölluð saman til að afturkalla þessar ákvarðanir og taka nýjar sem taka mið af hagsmunum starfsmanna fyrirtækisins og þörfum samfélagsins sem við búum í.