Árangurslausar viðræður við Samtök atvinnulífsins

27. 04, 2015

Á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun 27. apríl lýsti Sigurður Bessason formaður samninganefndar Flóabandalagsins yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins.  Flóabandalagið fer með samningsumboð fyrir 21 þúsund félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.  Í framhaldinu hefst undirbúningur aðgerða þar sem leitað verður heimildar til verkfallsboðunar.