Flóafélögin vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara

17. 04, 2015

Efling – stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur sendu í dag tilkynningu til ríkissáttasemjara og Samtaka atvinnulífsins um að yfirstandandi kjaradeilu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK hefur í dag verið vísað til ríkissáttasemjara. Samningaviðræður hafa ekki skilað árangri og tók stóra samninganefnd Flóafélaganna þessa ákvörðun einróma á fundi nefndarinnar í gærkvöldi.Tilkynninguna má sjá hér.