Select Page

Flóa­banda­lagið, þ.e. Efl­ing-stétt­ar­fé­lag, Verka­lýðsfé­lagið Hlíf í Hafnar­f­irði og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur, VR og Landssamband ísl. verzlunarmanna, hittust í morgun hjá Ríkissáttasemjara til að funda með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir þær tillögur sem SA hefur lagt fram í kjaraviðræðunum.  Fyrir fundinn sagði Sigurður Bessason, formaður Eflngar-stéttarfélags að það væri erfiður gangur í viðræðunum en yfir stendur atkvæðagreiðsla um boðun verkfallsaðgerða hjá félagsmönnum Eflingar sem lýkur á hádegi þann 20. maí n.k. Ef ekki verður samið hefjast tveggja daga verkföll í ákveðnum atvinnugreinum dagana 28. maí til og með 5. júní og frá og með 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere