Samninganefndir Flóans og VR funda

15. 05, 2015

Flóa­banda­lagið, þ.e. Efl­ing-stétt­ar­fé­lag, Verka­lýðsfé­lagið Hlíf í Hafnar­f­irði og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur, VR og Landssamband ísl. verzlunarmanna, hittust í morgun hjá Ríkissáttasemjara til að funda með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir þær tillögur sem SA hefur lagt fram í kjaraviðræðunum.  Fyrir fundinn sagði Sigurður Bessason, formaður Eflngar-stéttarfélags að það væri erfiður gangur í viðræðunum en yfir stendur atkvæðagreiðsla um boðun verkfallsaðgerða hjá félagsmönnum Eflingar sem lýkur á hádegi þann 20. maí n.k. Ef ekki verður samið hefjast tveggja daga verkföll í ákveðnum atvinnugreinum dagana 28. maí til og með 5. júní og frá og með 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.