Kjaradeilur í algjörum hnút – ábyrgðin liggur hjá Samtökum atvinnulífsins

20. 05, 2015

Miðstjórn ASÍ ályktaði um kjaramál á fundi sínum í dag og sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:Kjaradeilur í algjörum hnút – ábyrgðin liggur hjá Samtökum atvinnulífsins Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að neita að ræða kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í þeirri erfiðu kjaradeilu sem nú er uppi. Afneitun af þessu tagi ber vott um takmörkuð veruleikatengsl og herðir aðeins hnútinn sem að þarf að leysa. Afstaða atvinnurekenda er ögrandi og skaðar það traust sem þarf að ríkja á milli aðila sem verða að ná samningum. Verkefnið fer ekkert, það verður bara erfiðara viðfangs.Miðstjórn ASÍ vísar því ábyrgð á stöðu mála í kjaradeilunum alfarið á hendur SA. Komi til víðtækra verkfalla á almennum vinnumarkaði síðar í mánuðinum er það á ábyrgð samtaka atvinnurekenda.