Samninganefndin heimilar atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning

29. 05, 2015

Samninganefnd Flóabandalagsins samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum nú í hádeginu að heimila atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning á almennum markaði. Unnið hefur verið að kappi síðustu daga að gerð samningsins og verður hann undirritaður í dag nú eftir að heimild samninganefndar liggur fyrir.Nánari upplýsingar um kjarasamninginn verða birtar síðar í dag.