Samningar fyrir störf í umönnun

10. 07, 2015

Í framhaldi af niðurstöðu kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn hefur verið gengið frá fjölmörgum sérkjarasamningum.  Viðræðum vegna kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum hefur hins vegar verið frestað fram í ágústmánuð samanber fyrri frétt á heimasíðu Eflingar. Starfsmönnum sem sinna umönnun á almenna vinnumarkaðnum hefur farið fjölgandi og var því skrifað undir nýjan sérkjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem tók gildi 1. maí síðastliðinn.  Þá hefur einnig verið gengið frá nýjum kjarasamningi við SM starfsmannamiðlun og nýjum launatöxtum fyrir NPA miðstöð.Í kjölfar aukinna útboða sveitarfélaga meðal annars vegna starfa í heimaaðhlynningu hefur aukist þörfin fyrir að styrkja samningsumhverfi fyrir þann starfahóp á almenna vinnumarkaðnum.  Sem dæmi má nefna félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Sinnum og ýmis félagasamtök svo sem Samhjálp.  Samhliða nýjum aðalkjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir 29. maí síðastliðinn var gengið frá nýjum kjarasamningi um störf í umönnun.  Sjá nánar hér.Nýir launataxtar hjá NPA miðstöð og SM starfsmannamiðlunSamið var um nýja launataxta við NPA miðstöð sem er samningsaðili fyrir einstaklinga sem eru með notendastýrða persónulega aðstoð.  Sjá nánar hér.  Ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í lok júní síðastliðnum um málefni fatlaðs fólks kalla hins vegar á breytingar á núgildandi kjarasamningi Eflingar við NPA miðstöð og hefur þeim viðræðum verið frestað fram í ágústmánuð. Þá hefur einnig verið skrifað undir hliðstæðan kjarasamning við SM starfsmannamiðlun og gengið var frá við NPA miðstöð.  Sjá nánar hér.