Samkomulag við ríkið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta

30. 10, 2015

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK atkveadagreidsla_rikidAtkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem  undirritað var þann 7. október sl.  Samkomulagið var  samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 87% atkvæða.  Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:Já  sögðu 147 eða 87% þeirra sem atkvæði greidduNei  sögðu 22 eða 13%Auðir seðlar og ógildir voru 0.Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 543  félagsmenn. Atkvæði greiddu 169 eða 31%.Nánari upplýsingar eru á heimasíðum félaganna um innihald samkomulagsins, sjá hér á heimasíðu Eflingar.