Stefnt að því að klára kjarasamninga við sveitarfélögin í næstu viku

28. 10, 2015

 –         Heildarsamkomulag á vinnumarkaði liðkar fyrir

Ennþá er ósamið við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, auk hópa sem taka mið af sveitarfélagaumhverfinu, svo sem einkarekna leikskóla, Sorpu, Orkuveituna og Faxaflóahafnir.  Viðsemjendur hjá sveitarfélögunum hafa ekki viljað ljúka viðræðum fyrr en niðurstaða lægi fyrir hjá starfshópi sem unnið hefur að heildarsamkomulagi á vinnumarkaði.  Í gær 27. október var gengið frá slíku samkomulagi, með aðkomu sveitarfélaganna, fjármálaráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og BSRB.  Sjá nánar á heimasíðu ASÍ.Í næstu viku verður stefnt að því að klára samninga við sveitarfélögin þar sem horft verði til sambærilegrar niðurstöðu og samið hefur verið við aðra hópa svo sem ríki og hjúkrunarheimili þar sem samningar gilda afturvirkt frá 1. maí síðastliðnum.