Sýnum samstöðu – Efling í bleiku

16. 10, 2015

IMG_4391aSkrifstofa Eflingar var vel bleik á bleika deginum föstudaginn 16. október þegar starfsfólkið mátaði bleika litinn við sig. Október er mánuður Bleiku slaufunnar sem er  árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni hvatti Krabbameinsfélagið landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Markmið Bleiku slaufunnar í ár, er að skipuleg leit að ristilkrabbameini verði að veruleika.Efling- stéttarfélag hefur síðast liðin ár lagt sitt af mörkum og styrkt Krabbameinsfélagið með kaupum á Bleiku slaufunni. Félagsmönnum Eflingar stendur einnig til boða styrkur vegna grunnskoðunar hjá Krabbameinsfélaginu og hvetur félagið alla til að nýta sér það.