Tökum þátt í Gallup könnuninni

18. 11, 2015

Ertu á réttu kaupi???

Þessa dagana stendur yfir Gallup könnun Eflingar, Hlífar og VSFK og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir félögin til að móta starfsemi sína og berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Það er því mikilvægt að félagsmenn hjálpi til með því að taka þátt í þessari Gallup könnun en nú er verið að leggja áherslu á að skoða hvort launabreytingar með kjarasamningunum í vor hafi skilað sér eða ekki. Könnunin nær að þessu sinni eingöngu til almenna markaðarins þar sem samningar standa enn um opineru samningssviðin þegar könnunin er í framkvæmd.Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá gjafakort að andvirði 10.000 kr. Þátttakendur vita hvort þeir hafa dottið í lukkupottinn um leið og þeir ljúka  við könnunina.

Auk þess verða dregnir út sjö vinningar úr innsendum svörum í desember, hver að verðmæti 40 þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafa og vinningsnúmerin verða einnig birt á heimasíðu stéttarfélaganna.