Styttist í nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg – Viðræðum slitið við Samband íslenskra sveitarfélaga

12. 11, 2015

Samninganefnd Flóabandalagsins sleit viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga síðdegis í gær, 11. nóvember, og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem töluverður ágreiningur er ennþá um launalið samningsins. Frekari fréttir af deilunni munu birtast á heimasíðu félagsins í byrjun næstu viku.Viðræður við Reykjavíkurborg í fullum gangiViðræður við Reykjavíkurborg eru langt komnar og stefnt er að því að ganga frá nýjum kjarasamningi í þessari viku. Þar er horft til niðurstöðu þeirra samninga sem nýlega voru gerðir við aðra hópa, svo sem við ríki og hjúkrunarheimili og mun samningurinn gilda afturvirkt frá 1. maí síðastliðnum.Gengið frá kjarasamningi við Orkuveitu ReykjavíkurGengið hefur verið frá kjarasamningi við Orkuveitu Reykjavíkur. Kjarasamningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Haldnir verða tveir kynningarfundir um kjarasamninginn kl. 12.15 og 14.30 í húsakynnum Orkuveitunnar á mánudaginn 16. nóvember n.k. Atkvæðagreiðsla fer fram á fundunum.