Select Page

Klukk_LOGOHvað er Klukk?

  • Klukk er frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda.
  • Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi.
  • Í Klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir þig á að klukka þig inn og út þegar þú kemur á vinnustaðinn.
  • Hægt er að klukka sig inn hjá mismunandi launagreiðendum sama daginn.

Sjá spurningar og svör um appið á vef ASÍ.

Hvers vegna Klukk?

Hugmyndin að appinu varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ og stéttarfélaga hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með þessu appi.

Hvar get ég náð í Klukk?

Klukk er sótt í App store og Play store. Hlekkirnir er hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.

Apple – Iphone

Google – Android

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere