Klukk – náðu í frítt tímaskráningarapp

15. 01, 2016

Klukk_LOGOHvað er Klukk?

  • Klukk er frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda.
  • Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi.
  • Í Klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir þig á að klukka þig inn og út þegar þú kemur á vinnustaðinn.
  • Hægt er að klukka sig inn hjá mismunandi launagreiðendum sama daginn.

Sjá spurningar og svör um appið á vef ASÍ.Hvers vegna Klukk?Hugmyndin að appinu varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ og stéttarfélaga hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með þessu appi.Hvar get ég náð í Klukk?Klukk er sótt í App store og Play store. Hlekkirnir er hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.Apple – IphoneGoogle – Android