Select Page

dagsbrunarfyrirlestur_aÞað var sérlega fræðandi og áhugaverður fyrirlesturinn sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flutti á 60 ára afmæli Bókasafns Dagsbrúnar 26. janúar sl. Í fyrirlestrinum sem bar yfirskriftina „Vort daglegt brauð“ : Alþýðubrauðgerðin í Reykjavík. Guðjón frá þessu merka fyrirtæki sem stofnað var af verkamönnum og sjómönnum í Reykjavík árið 1917 til að lækka verð á brauði og rekið af alþýðuhreyfingunni allt til ársins 1977.

Í tilefni afmælis bókasafnsins var búið að endurprenta gamlar myndir úr myndasafni Eflingar sem áður tilheyrði Dagsbrún og hengu myndirnar uppi á veggjum gestunum til sýnis.

Eftir fyrirlesturinn voru umræður og svo fengu gestir léttar veitingar í anda fyrirlestursins, snittur og brauðbollur.

Að fyrirlestrinum stóðu auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.

Bókasafn Dagsbrúnar var stofnað á 50 ára afmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar þann 26. janúar 1956 þegar Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins Valdimarssonar, gaf félaginu bókasafn manns síns til minningar um hann. Safnið var fyrst til húsa í félagsheimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27 en var svo á ýmsum stöðum í Reykjavík þar til það flutti í húsakynni ReykjavíkurAkademíunnar árið 2003. Meginstofn safnsins eru bókagjafir úr einkasöfnum einstaklinga.

IMG_6186Sesselja G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, Ragnheiður Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrirlestursins, Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, eftir fyrirlesturinn fyrir framan eina af myndunum sem var til sýnis.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere