Áhugaverður fyrirlestur um Alþýðubrauðgerðina

27. 01, 2016

dagsbrunarfyrirlestur_aÞað var sérlega fræðandi og áhugaverður fyrirlesturinn sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flutti á 60 ára afmæli Bókasafns Dagsbrúnar 26. janúar sl. Í fyrirlestrinum sem bar yfirskriftina „Vort daglegt brauð“ : Alþýðubrauðgerðin í Reykjavík. Guðjón frá þessu merka fyrirtæki sem stofnað var af verkamönnum og sjómönnum í Reykjavík árið 1917 til að lækka verð á brauði og rekið af alþýðuhreyfingunni allt til ársins 1977.Í tilefni afmælis bókasafnsins var búið að endurprenta gamlar myndir úr myndasafni Eflingar sem áður tilheyrði Dagsbrún og hengu myndirnar uppi á veggjum gestunum til sýnis.Eftir fyrirlesturinn voru umræður og svo fengu gestir léttar veitingar í anda fyrirlestursins, snittur og brauðbollur.Að fyrirlestrinum stóðu auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.Bókasafn Dagsbrúnar var stofnað á 50 ára afmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar þann 26. janúar 1956 þegar Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins Valdimarssonar, gaf félaginu bókasafn manns síns til minningar um hann. Safnið var fyrst til húsa í félagsheimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27 en var svo á ýmsum stöðum í Reykjavík þar til það flutti í húsakynni ReykjavíkurAkademíunnar árið 2003. Meginstofn safnsins eru bókagjafir úr einkasöfnum einstaklinga.IMG_6186Sesselja G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, Ragnheiður Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrirlestursins, Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, eftir fyrirlesturinn fyrir framan eina af myndunum sem var til sýnis.