Kjarasamningur undirritaður

21. 01, 2016

Það er ánægjuefni að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins.OLYMPUS DIGITAL CAMERASamningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26.2 2016. Við teljum að kjarasamningurinn feli í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári fyrir félagsmenn. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.Samninginn í heild sinni má sjá hér.Kynninguna má sjá hér.Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á félagsfundi Eflingar sem haldinn verður fimmtudaginn 18. febrúar kl. 18.30, 4. hæð í húsnæði Eflingar, Sætúni 1.