Magnaður tónlistargjörningur á 100 ára afmæli ASÍ

17. 03, 2016

Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) á göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness.Sjá myndbandið af gjörningnum hér. Alþýðusamband Íslands fagnaði aldarafmæli sínu með fjölsóttum viðburðum í Reykjavík, á Akureyi, Ísafirði og í Neskaupstað. Myndir frá viðburðunum má sjá á heimasíðu ASÍ.