Fyrsta úthlutun liggur fyrir 1. apríl

15. 03, 2016

Umsóknarfrestur til að sækja um orlofshús í sumar rann út föstudaginn 18. mars. Fyrsta úthlutun mun liggja fyrir 1. apríl. Staðfestingarbréf verða send út til allra hvort sem þeir fengu úthlutun eða synjun. Staðfesta þarf og greiða eigi síðar en 15. apríl. Ef ekki er greitt á gjalddaga er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að taka bústaðinn. Önnur úthlutun liggur fyrir 21. apríl og þá fá allir bréf hvort sem þeir fengu úthlutun eða synjun. Greiðslufrestur hjá þeim er til og með 28. apríl.Fyrstur kemur – fyrstu fær. Enginn biðlistiEftir að aðal- og endurúthlutun hefur farið fram og greiðslufrestur er liðinn þá liggur frammi á skrifstofu Eflingar stéttarfélags listi yfir allar lausar vikur sumarið 2016. Félagsmenn geta komið á skrifstofuna þriðjudaginn 3. maí og bókað þær vikur sem eru lausar. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu Eflingar hvort eitthvað losni í sumar en uppfært er vikulega. Greiðslufrestur er 3 dagar frá bókun orlofshúss. Punktar eru dregnir frá að fullu yfir orlofstímabilið þó viðkomandi bóki orlofshús með stuttum fyrirvara.forsida_orlofsblað2016 smelltu hér til að skoða orlofsblaðið 2016