Select Page

Landmannalaugar

Erum byrjuð að bóka í dagsferðir. Félagsmenn geta bókað einn gest með sér.

Áfangastaðurinn sem verður í Landmannalaugar er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð og litríkt berg. Ferðadagsetningar eru laugardaginn 27. ágúst og laugardaginn 3. september. Verð kr. 6.000.

  • Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni 1. Mæting kl. 8:00.
  • Ekið er sem leið liggur upp Þjórsárdal og stoppað á fallegum og hentugum stað á leiðinni. Endastöð verður við Granagil og þaðan farið að Brennisteinsöldu og svo yfir í Hraunið. Boðið verður upp á að ganga um í Landmannalaugum og mun fararstjóri okkar Anna Soffía fara yfir ferðaáætlun á leiðinni upp í Landmannalaugar.
  • Þetta er einstakt tækifæri á að fara í skemmtilegt dagsferðalag njóta útsýnis og stórbrotins landslags. Ferðinni lýkur svo með flottum veitingum á Hótel Selfossi.
  • Áætluð heimkoma er undir kvöld.

Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere