Dagsferðir Eflingar í Landmannalaugar 27. ágúst og 3. september

Landmannalaugar

Erum byrjuð að bóka í dagsferðir. Félagsmenn geta bókað einn gest með sér.

Áfangastaðurinn sem verður í Landmannalaugar er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð og litríkt berg. Ferðadagsetningar eru laugardaginn 27. ágúst og laugardaginn 3. september. Verð kr. 6.000.

  • Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni 1. Mæting kl. 8:00.
  • Ekið er sem leið liggur upp Þjórsárdal og stoppað á fallegum og hentugum stað á leiðinni. Endastöð verður við Granagil og þaðan farið að Brennisteinsöldu og svo yfir í Hraunið. Boðið verður upp á að ganga um í Landmannalaugum og mun fararstjóri okkar Anna Soffía fara yfir ferðaáætlun á leiðinni upp í Landmannalaugar.
  • Þetta er einstakt tækifæri á að fara í skemmtilegt dagsferðalag njóta útsýnis og stórbrotins landslags. Ferðinni lýkur svo með flottum veitingum á Hótel Selfossi.
  • Áætluð heimkoma er undir kvöld.

Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.