Orlofsuppbót 2016

18. 05, 2016

Full uppbót árið 2016 er 44.500 kr.

Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní  hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu, en 1. maí sl. hjá starfsfólki sveitarfélaga.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí ´15 – 30. apríl ´16 eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.

Einkafyrirtæki – Samtök atvinnulífsins:  Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða er í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbót.

Ríki, hjúkrunarheimili og sveitarfélög: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót.