Spennandi framtíð í nýju orlofslandi á Suðurlandi

23. 05, 2016

Reykholt í Biskupstungum

Byggt upp til framtíðar! ReykholtAllt frá árinu 2000 hefur verið til skoðunar að Efling undirbúi nýtingu á landskika sem félagið á við Reykholt í Biskupstungum. Nánar tiltekið er skikinn úr landi jarðarinnar Stóra Fljóti í Bláskógabyggð og stendur suð- austan byggðarinnar í Reykholti, á háholti með miklu útsýni yfir Suðurland og til Flúða. Markmiðið er að byggja þar upp kjarnabyggð sem mun verða þungamiðja í starfsemi orlofssjóðs Eflingar á Suðurlandi í framtíðinni. Hyllir nú undir það að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á svæðinu , segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofsmála hjá Eflingu.Langur ferill en vönduð málsmeðferð Segja má með sanni að langur aðdragandi sé að þessu verkefni og þar eigi vel við hið fornkveðna að „Góðir hlutir gerast hægt“.Allir skipulagsferlar þar sem breyta á landnotkun og nýtingu lands, taka langan tíma og þurfa að fara í gegnum mörg stig hjá yfirvöldum á hverjum stað. Þannig hefur það einmitt verið með þetta land og er nú loks endanlegt skipulag fyrirliggjandi og samþykkt. Gerir það félaginu kleyft að hefja undirbúning framkvæmda sem stefnt er á að byrja vorið 2017.Í öllum þessum löngu ferlum hefur verið haft að leiðarljósi að vanda til verks og gaumgæfa hvert skref sem tekið hefur verið. Upphaflegt skipulag gerði ráð fyrir íbúðum í parhúsum, alls sjö hús með fjórtán íbúðum. Loka útfærsla skipulagsins hljóðar hins vegar upp á tólf húsa sumarhúsabyggð eins og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti af landinu. Þannig hefur undirbúningur tekið lengri tíma en áætlað var en félagið og félagsmenn fá fleiri hús til nýtingar og vel unnið skipulag á einum fegursta útsýnisstað á Suðurlandi.Rammasamningur við Bláskógabyggð Í framhaldi af fundum með fulltrúum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar urðu aðilar sammála um að Bláskógabyggð tæki að sér og sæi alfarið um alla gatnagerð að svæðinu og innan þess, lagningu vatns- og fráveitna og rekstur holræsakerfis. Efling greiðir á móti gatnagerðargjöld samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins og nýtur þjónustu varðandi viðhald, snjómokstur og hálkuvarnir gatnakerfis svo og veitukerfa.Um þetta hafa aðilar gert með sér rammasamkomulag sem undirritað var 10. mars s.l. Í því samkomulagi er verkefnið skilgreint ítarlega svo og skyldur og ábyrgð hvors aðila um sig. Einnig er verkið tímasett og gerir það ráð fyrir að svæðið verði byggingarhæft vorið 2017 og öllum frágangi við götur lokið eigi síðar en 30. ágúst 2017.Ánægjuleg tímamót og ávinningur fyrir Eflingu Óhætt er að segja að þetta séu mikil og ánægjuleg tímamót og fengur fyrir félagið af þessu samstarfi. Sömu sjónarmið hafa komið fram hjá fulltrúum sveitarfélagsins sem vænta mikils af aðkomu Eflingar inn á svæðið.Þungamiðja næstu árinAugljóst er að á næstu árum mun allur þungi í starfsemi orlofssjóðs fara í þetta verkefni. Þar sem stór hluti tekna sjóðsins er bundinn við fastan rekstur orlofshúsanna mun þurfa að skipuleggja verkefnið til nokkurra ára og vinna það í áföngum.Reykholt_skipulagNæstu skref hjá stjórn orlofssjóðs eru mörg sem snúa að þessu verkefni. Stórar ákvarðanir eru framundan varðandi val á húsagerð, setja upp verkáætlanir og margt annað sem að verkefninu snýr.Um er að ræða eitthvert allra best staðsetta og fallegasta svæði sem völ er á í dag til að byggja á frístundahús. Auk þess er staðsetningin frábær með tilliti til byggðarinnar í Reykholti en þar er öll þjónusta við hendina. Sagan bakvið landið – félags- og hvíldarheimili fyrir félagsmenn Sagan á bakvið það hvernig landið komst í eigu Eflingar er um margt merkileg.Árið 1944, þá á vordögum, keypti Verkamannafélagið Dagsbrún landskika austur í Biskupstungum í ákveðnum tilgangi sem var vægast sagt óvenjulegt á þeim tíma. Ætlunin var að nýta landið í þágu félagsmanna Dagsbrúnar og reisa þar mannvirki í því skyni.Verkamannafélagið Dagsbrún, sem var eitt þeirra félaga sem stóð að stofnun Eflingar með samruna nokkurra félaga, hugðist reisa þarna félags- og hvíldarheimili fyrir Dagsbrúnarfélaga og má á því sjá að þeir sem að því stóðu voru langt á undan sínum samtíma. Hugleiða má hvort þarna sé jafnvel komin fyrsti vísir að orlofsmálum stéttarfélaganna eins og við þekkjum þau mál í dag.Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum á þeim tíma, aðeins reistur braggi sem var eins konar verfæra- og geymsluskúr því félagsmennirnir fóru margar ferðir austur til að sinna girðingarvinnu og fleiru og allt í sjálfboðavinnu.Má nú, um 70 árum frá kaupum landsins, með sanni segja að tímabært sé að dusta rykið af þessum hugmyndum og byggja fyrirmyndar orlofsaðstöðu fyrir Eflingarfélaga á þessum stað.Að því snýr einmitt sú mikla undirbúningsvinna sem farið hefur fram og eru bundnar vonir við að hilli nú undir það að upphaflegar hugmyndir um hvíldar- og orlofsdvöl á þessum fagra stað gangi eftir.Mun félagsmönnum verða fluttar fréttir af framvindu þessara mála á næstu misserum í fréttamiðlum Eflingar, segir Sveinn að lokum.